Náttúruvísindabraut uppfærð (byggir á samþykktri braut nr.15-86-3-6)

Markmið náttúruvísindabrautar er að stuðla að góðu almennu námi með áherslu á stærðfræði, náttúru- og raunvísindi. Brautinni lýkur með stúdentsprófi og við lok náms á henni eiga nemendur að hafa öðlast góðan undirbúning fyrir greinar á háskólastigi á borð við eðlisfræði, efnafræði, hagfræði, heilbrigðisgreinar, jarðfræði, landfræði, líffræði, stjörnufræði, stærðfræði, tölvunarfræði, verkfræði og aðrar greinar þar sem góðs undirbúnings í stærðfræði, náttúru- og raunvísindum er krafist.

Forkröfur

Til þess að geta innritast á náttúruvísindabraut þarf skólaeinkunn nemandans í 10. bekk grunnskóla að vera að lágmarki B í íslensku, ensku og stærðfræði.

Skipulag

Til að teljast hafa lokið náttúruvísindabraut þarf nemandi að ljúka 201 einingum. Gert er ráð fyrir að námstími sé u.þ.b. 3 ár og að nemandi ljúki 33-34 einingum á önn. Nemandinn tekur 111 eininga kjarna sem sameiginlegur er með öllum stúdentsbrautum skólans. Jafnframt tekur nemandinn 60 eininga brautarkjarna. Val nemandans samanstendur af 30 einingum. Þar af velur nemandinn 10 einingar úr bundnu áfangavali en 20 einingar eru frjálst val nemandans. Nám á náttúruvísindabraut er bóklegt og fer að mestu eða öllu leyti fram innan veggja skólans.

Námsmat

Námsmat á náttúruvísindabraut er fjölbreytt. Gert er ráð fyrir að leiðsagnarmati sé beitt í sem mestum mæli á brautinni en í því felst að nemandi fái með reglulegum og skipulegum hætti upplýsingar um hvernig hann stendur í náminu. Í upphafi hvers áfanga skal nemanda kynnt námsáætlun þar sem fram kemur hvernig námsmati skuli háttað í áfanganum. Nánari útfærsla á tilhögun námsmats er í höndum kennara í hverjum áfanga. Frekari upplýsingar um námsmat er að finna á heimasíðu skólans.

Reglur um námsframvindu

Um alla áfanga á náttúruvísindabraut gildir nemandi þarf að ná lágmarkseinkunninni 5 til að teljast hafa staðið þá. Í þeim tilfellum sem áfangi hefur undanfara þarf nemandi að standast hann til þess að geta hafið nám í næsta áfanga á eftir. Gert er ráð fyrir að nemandi ljúki að jafnaði 33-34 einingum á önn en nemanda er frjálst að taka fleiri eða færri einingar á önn eftir getu og áhuga. Ekki er sett skilyrði um að nemandi þurfi að ljúka ákveðnum einingafjölda á önn til þess að geta flust milli anna.

Hæfnisviðmið

 • beita skapandi hugsun við lausnamiðað nám
 • beita gagnrýninni hugsun við að afla fullnægjandi raka fyrir skoðunum sínum og annarra
 • gera sér grein fyrir því hvaða lífsvenjur eru uppbyggilegar fyrir andlegt og líkamlegt heilbrigði
 • gera sér grein fyrir réttindum sínum og skyldum í þjóðfélagi jafnréttis, lýðræðis og sjálfbærni
 • gera sér grein fyrir eigin styrkleikum og veikleikum í námi
 • axla ábyrgð á eigin námi
 • beita vísindalegri hugsun og aðferðum við greiningu viðfangsefna, öflun upplýsinga, mælingar, mat, úrvinnslu og túlkun
 • fjalla um og taka þátt í upplýstri umræðu um ýmis mál er tengjast samspili vísinda, tækni og samfélags
 • lesa, miðla, útskýra og rökræða fræðilegt efni á íslensku
 • uppfylla strangar kröfur um meðferð heimilda og framsetningu fræðilegs texta
 • skilja margvíslega texta og eiga flókin samskipti á ensku
 • skilja einfalda texta og eiga einföld samskipti á tveimur tungumálum til viðbótar
 • skilja og setja fram rannsóknarniðurstöður á sjálfstæðan hátt og með gagnrýnu hugarfari
 • takast á við frekara nám í stærðfræði, náttúruvísindum, raunvísindum, heilbrigðis- og tæknigreinum á háskólastigi.

Almennur kjarni
Námsgrein 1. þrep 2. þrep 3. þrep
Þýska ÞÝSK 1GF05(21) 1ÞB05(31) 1GR05(11) 15 0 0
Stærðfræði STÆR 2JV05(11) 2TÖ05(21) 3DF05(31) 3HI05(41) 2VH05(22) 3TD05(51) 0 15 15
Íslenska ÍSLE 3EE05(32) 2BÓ05(21) 3MI05(31) 2MÁ05(11) 0 10 10
Enska ENSK 2BL05(11) 2BO05(21) 3MB05(31) 3VO05(32) 0 10 10
Efna- og eðlisfræði EFEÐ 1EE05(11) 5 0 0
Íþróttir ÍÞRÓ 1GL01(11) 1GL01(21) 1HH01(31) 1HH01(32) 1HH01(33) 1HH01(34) 6 0 0
Lífsleikni LÍFS 1HN05(11) 5 0 0
Umhverfis- og auðlindafræði AUUM 1AU05(11) 5 0 0
Danska DANS 2LO05(11) 0 5 0
Næringarfræði NÆRI 2NN05(11) 0 5 0
Félagsvísindi FÉLV 1IF05(11) 5 0 0
Saga SAGA 1YS05(11) 2YS05(21) 5 5 0
Eðlisfræði EÐLI 2LA05(21) 2RF05(31) 0 10 0
Efnafræði EFNA 2AE05(21) 3GE05(31) 3RS05(41) 0 5 10
Jarðfræði JARÐ 2AJ05(21) 0 5 0
Líffræði LÍFF 2AL05(11) 3EF05(21) 0 5 5
Einingafjöldi 171 46 75 50

Brautarkjarni
Námsgrein 1. þrep 2. þrep 3. þrep
Líffræði LÍFF 3LL05(22) 2UM05(12) 3VF05(23) 0 5 10
Efnafræði EFNA 3LR05(42) 0 0 5
Einingafjöldi 20 0 5 15