Fara í efni

Húslestur 09.11.2021

4.tbl. 32.árgangs þriðjudagurinn 9.nóvember 2021. Ritstj. og ábm. Halldór Jón Gíslason

Efni:

1. Þriðja fjarvistartalning annarinnar. Viðmið 90% á tímabilinu. Þeir sem eru undir viðmiðinu fá sent bréf frá skólanum eða forráðamenn þeirra hafi þeir ekki náð 18 ára aldri.

Hér má sjá mætingarreglur FSH.

2. Vali fyrir vorönn 2022 er lokið fyrir dagskólanema. Þeim, sem hugsanlega gleymdu að velja er bent á að hafa samband við aðstoðarskólameistara. Haft verður samband við nemendur á heilsunuddbraut varðandi valið á næstu dögum hafi ekki nú þegar verið haft samband. Fjarnemar sem vilja velja fyrir næstu önn eru kvattir til þess að hafa samband við aðstoðarskólameistara.

3. Drög að próftöflu haustannar 2021 liggja nú fyrir. Hægt er að skila inn athugasemdum til aðstoðarskólameistara til 15.nóvember.

4. Nemendur, sem þjást af prófkvíða eða telja sig þurfa á sérúrræðum að halda við fyrirlögn prófa, er bent á að hafa samband við námsráðgjafa sem allra fyrst og alls ekki síðar en 15.nóvember.

5. Innritun fyrir vorönn 2022 hófst 1. nóvember og lýkur 30. nóvember. Þeir sem hafa valið í Innu fyrir næstu önn þurfa ekki að innrita sig sérstaklega.

6. Miðannarmati er lokið. Hér má lesa um námsmat skólans og eru upplýsingar um miðannarmat þar á meðal. Nemendur eru hvattir til að skoða það vel. Haft verður samband við aðstandendur ólögráða nemenda sem hafa fengið D í einhverjum áfanga á miðannarmati eða þrjú eða fleiri C.

7. Brautaskipti: Nemendur sem vilja skipta um braut, t.d. af almennri braut yfir á stúdentsbraut, þurfa að hafa samband við aðstoðarskólameistara sem allra fyrst.

 

 

Getum við bætt efnið á síðunni?