Húslestur 2024

5. tbl. 36. árg. miðvikudaginn 8. maí 2024. Ritstj. og ábm. Halldór Jón Gíslason

Efni:

1. Fjórða Fjarvistartalning annarinnar. Viðmiðið er 90 % mæting að teknu tilliti til veikinda og leyfa. Haft verður samband við þá nemendur sem eru undir í mætingu. Mætingarreglur FSH.

2. Vali fyrir haustönn 2024 lauk 25.mars síðastliðinn. Þeim sem hafa ekki valið, en vilja vera í námi á næstu önn, er bent á að hafa samband við aðstoðarskólameistara sem allra fyrst. Hér má sjá valframboð fyrir haustönn 2024.

3. Próftafla vorannar 2024 telst nú endanleg. Prófareglur FSH má sjá HÉR. Athugið að í Innu getur hver nemandi séð upplýsingar um þau lokapróf sem hann er sjálfur skráður í.

4. Innritun eldri nemenda í dagskóla fyrir haustönn 2024 hófst 15. janúar og lýkur 1. júní. Ennþá er opið fyrir umsóknir eldri nemenda staðnám, fjarnám og í heilsunudd. Opið fyrir umsóknir í fjarnám til 31. ágúst 2024. Nemendur á vorönn 2024, sem hafa valið í Innu fyrir næstu önn, þurfa ekki að innrita sig sérstaklega.

5. Brautaskipti: Nemendur, sem vilja skipta um braut, t.d. af almennri braut yfir á stúdentsbraut, þurfa að hafa samband við aðstoðarskólameistara sem allra fyrst.

6. Við viljum þakka nemendum okkar kærlega fyrir góð störf á önninni og óska ykkur góðs gengis í lokanámsmati annarinnar áður en við höldum út í sumarið.