Áætlun vegna óveðurs/ófærðar

Ætíð er á ábyrgð lögráða nemenda og foreldra/forráðamanna ólögráða nemenda að meta hvort leggja skuli af stað í skólann ef veður er mjög slæmt.


Skólahaldi í Framhaldsskólanum á Húsavík er ekki aflýst nema í verstu veðrum ef ófærð er mikil. Skólameistari eða staðgengill hans tekur ákvörðun um hvort aflýsa þurfi skóla. Í slíkum tilfellum er það auglýst á heimasíðu og á samskiptamiðlum skólans og með því að senda tölvupóst til nemenda og forráðamanna í gegnum skólakerfið Innu. Skelli á vont veður á meðan á skóla stendur eru foreldrar/forráðamenn ólögráða nemenda beðnir um að sækja þá eins fljótt og auðið er eftir að skóla lýkur.

Í skólanum er starfrækt veðurráð.

Hlutverk veðurráðs:
• opna skólann fyrir nemendum
• auglýsa á heimasíðu, samskiptamiðlum og með tölvupósti að skólahald falli niður sé þess þörf
• vera tengiliður skólans við foreldra/forráðamenn
• svara í símann


Veðurráð Framhaldsskólans á Húsavík skipa:
• skólameistari/aðstoðarskólameistari
• skrifstofu- og fjármálastjóri
• húsvörður
• öryggisfulltrúi