Persónuleg ráðgjöf

Persónuleg ráðgjöf felst í að veita nemendum og forráðamönnum þeirra ýmiss konar aðstoð og stuðning til þess að nemendur eigi auðveldara með að ná settum markmiðum í námi sínu.

Til persónulegra ráðgjafa og stuðning má nefna:

  • Stuðningur og ráðgjöf vegna erfiðleika í einkalífinu
  • Leiðsögn og ráðgjöf um streitu- og kvíðastjórn
  • Tilvísun og samstarf við sérfræðinga í sértækum málum

Námsráðgjafinn er bundinn þagnarskyldu varðandi þær upplýsingar sem honum er trúað fyrir í starfi sínu. Námsráðgjafinn getur aðeins rætt trúnaðarmál við aðra hafi nemandi veitt samþykki fyrir því eða ef námsráðgjafinn telur að líf og heilsa nemandans sé í húfi.