Námsframvinda

Við upphaf náms er góð hugmynd að setja niður fyrir sér hvaða áfanga skuli taka á hvaða námsönn. Slíka áætlun má gera sex annir fram í tímann í skólakerfinu Innu. Námsáætlunin getur tekið breytingum í samræmi við þá áfanga sem nemendur ljúka á hverri önn.

Hér má sjá dæmi um hvernig hægt er að haga framvindu náms á stúdentsbrautum og almennri braut.

Almennt geta nemendur á stúdentsbrautum búist við að ljúka námi á 6 önnum (3 árum) ef námsframvinda er eðlileg. Nemendur á almennri braut geta búist við að ljúka námi á 3-4 önnum (1,5-2 árum) ef þeir skipta ekki yfir á aðra braut. Nemendur, sem hefja nám á almennri braut en skipta svo yfir á stúdentsbraut, geta búist við að útskrifast á 7-8 önnum. Nemendur á starfsbraut ljúka námi á 8 önnum (4 árum).

Nemendum er bent á að þótt aðstoðarskólameistari, ásamt námsráðgjafa og umsjónarkennurum, hafi eftirlit með námsferlum nemenda bera nemendur sjálfir ábyrgð á framvindu eigin náms og að námslok verði á þeim tíma sem þeir óska.

Kennari á starfsbraut, ásamt stjórnendum, sér um að velja áfanga fyrir nemendur á starfsbraut og annast umsjón með námsferli þeirra.