Áfangastjóri

Aðstoðarskólameistari gegnir hlutverki áfangastjóra. Aðstoðarskólameistari hefur umsjón með rekstri áfangakerfisins og sér um skráningu upplýsinga um nemendur sem innritast í skólann. Hann heldur utan um fjarvistarskráningu og námsferilsskrár nemenda, auk þess að hafa yfirumsjón með námsvali þeirra í samráði við námsráðgjafa skólans og umsjónarkennara. Aðstoðarskólameistari sér um töflugerð og framkvæmd prófa.

Aðstoðarskólameistari ritstýrir Húslestri sem er fréttablað skólans og er einnig að finna hér á vefnum.

Aðstoðarskólameistari er Halldór Jón Gíslason. Tölvupóstfang hans er: halldor@fsh.is

Viðvera aðstoðarskólameistara haustönn 2020:
Mánudaga - fimmtudag 8:15 - 15:00

Árekstur kallast það þegar tveir áfangar eru skráðir í sama tímann. Ef tveir áfangar eru skráðir á sama tíma í stundatöflu nemanda gildir taflan sem árekstraheimild. Nemendur skulu hafa samband við báða viðkomandi kennara og ákveða kennararnir hvernig nemandinn mætir í þessa tíma.