Þjónusta vegna námsörðugleika

Nemandi sem fengið hefur greiningu um lesblindu eða aðra námserfiðleika þarf að koma við hjá námsráðgjafa.

Til þess að hægt sé að veita þjónustu þarf að hafa greiningu í höndunum.

  • Nemendum er boðið upp á einstaklingsviðtöl við námsráðgjafa.
  • Nemendur eru hvattir til að upplýsa kennarana sína ef þeir glíma við námserfiðleika. Námsráðgjafi getur aðstoðað við slíkt ef þess er óskað.
  • Nemendur með grun um námserfiðleika eru hvattir til að fara í greiningu sem bjóða upp á slíkt. Námsráðgjafi getur aðstoðað við að koma nemendum til réttra greiningaraðila ef þess er óskað.
  • Veitt eru viðtöl í framhaldi af greiningu um möguleg úrræði.
  • Nemendur með lestrarörðugleika eru hvattir til að nýta sér þjónustu Blindrabókasafnsins (www.hbs.is) með námsefni á hljóðrænu formi. (Nánari upplýsingar hjá námsráðgjafa).

Mikilvægt er að hver nemandi sé meðvitaður um hvaða þjónusta gagnast honum best. Hann þarf að vera duglegur að prófa sig áfram með mismunandi aðferðir s.s. leturgerð, leturstærð, línubil og nýta sér námsefni á hljóðrænu formi. Sumum finnst gott að nota litaglærur, öðrum að skipta um lit á pappírnum. Nauðsynlegt er að fylgjast vel með í tímum og skoða kennsluáætlun.

Hver og einn nemandi þarf að finna út hvað hentar honum hverju sinni.