Húsnæði V20

Húsnæði skólans
Í kennaraálmu eru skrifstofur skólameistara, aðstoðarskólameistara, námsráðgjafa og skólahjúkrunarfræðings, kennarastofa og vinnuherbergi kennara. Vinnuherbergi Gunnars Baldurssonar er þó við hliðina á stofu 9. Skrifstofa skólans er framan við kennaraálmu og þar hefur ritari og fjármálastjóri aðsetur. Umsjónarmaður húsnæðis hefur aðstöðu í herbergi gegnt skrifstofu. Nemendur eru beðnir að virða viðtalstíma kennara. Notfærið ykkur pósthólf þeirra sem eru í kennaraálmu. Þau er sérstaklega ætluð fyrir nemendur sem þurfa að koma skilaboðum til kennara eða skila verkefnum. Aðstaða nemenda, t.d. matar- og setustofa, er í kjallara í aðalkennsluálmu.

Kennslustofurnar
Stofur 1, 2, 3, 4 og 5 eru á efri hæð í aðalkennsluálmu, 1, 2 og 3 nær anddyri.
Stofur 6, 7, 8 og 9 (raungreinastofa) eru á jarðhæð í kennsluálmu, stofa 6 næst anddyri en stofa 9 fjærst. Stofa 6 verður lítið notuð fyrir kennslu í vetur og er ásamt bókasafni hentug þeim sem vilja ljúka heimanámi í skólanum.
Stofur 11 (kvikmyndastofa) og 12 (myndmenntastofa) eru í kjallara kennaraálmu.
Stofa 10 er fyrir ofan nemendainngang.
Stofa ÍÞ er í íþróttahúsi.

Skólasóknarreglur