Aðrar upplýsingar V23

Bókakaup
Bókalisti vorannar 2023
Nemendur eru hvattir til að skipta eldri bókum sín á milli hér í skólanum.

Áfangaheiti
Í eldri námskrá frá 1999 er auðkenni hvers áfanga sex stafa runa. Fremst er heiti námsgreinarinnar tilgreint með þremur bókstöfum, t.d. ÍSL fyrir íslensku. Næst kemur þriggja stafa tala; fremsta talan táknar hvar áfanginn er í röðinni innan námsgreinar, önnur talan greinir að áfanga með sama undanfara, þriðja talan segir til um einingafjölda áfangans. Áfangaheitið ÍSL103 táknar því að áfanginn er byrjunaráfangi í íslensku sem gefur 3 einingar.
Í yngri námskrá frá 2011 samanstendur auðkenni hvers áfanga af 11 stafa runu. Fyrstu fjórir bókstafirnir vísa til námsgreinarheitis. Þannig vísar ÍSLE í áfangaheitinu ÍSLE2MB05(11) til íslensku. Næst kemur tölustafur sem vísar til þess á hvaða hæfniþrepi áfanginn er. Allir áfangar eru á þrepi 1, 2 eða 3 eftir því hversu miklar hæfnikröfur eru gerðar til nemandans í áfanganum. Því næst koma tveir bókstafir sem vísa til viðfangsefnis áfangans. Í þessu tilfelli vísar MB til þess að áfanginn fjallar um málnotkun og bókmenntir. Næstu tveir tölustafir vísa til einingafjölda í áfanga. Tölurnar 05 segja þannig til um að áfanginn sé 5 einingar. Tölustafirnir tveir í sviganum aftast vísa til þess í hvaða röð skuli taka áfangana. Fyrri tölustafurinn vísar til undanfara en sá seinni til jafngildisáfanga. Þannig þarf að taka áfanga sem merktur er (11) á undan áfanga sem merktur er (21) en ekki skiptir máli hvort áfangi sem merktur er (21) sé tekinn á undan eða eftir áfanga sem merktur er (22).

Office pakki er aðgengilegur öllum nemendum Framhaldsskólans á Húsavík. Hér fyrir neðan eru leiðbeiningar um uppsetningu hans.

Leiðbeiningar um uppsetningu office pakkans.

Bókasafn FSH er nú í miðrými kennsluálmu. Þar er m.a. lesaðstaða en einnig geta nemendur unnið þar með sínar eigin fartölvur. Bókasafnið er opið á opnunartíma skólans. Ef nemendur hyggjast taka út bækur þurfa þeir að vera í sambandi við Örnu Ýr Arnarsdóttir ritara.

Skápar innan við anddyri. Nemendur geta leigt sér skáp við anddyri hjá ritara. Leigan er kr. 3.000,- á skólaári (tvær annir). Þar af verða kr. 2.000,- endurgreiddar í lok skólaárs gegn afhendingu lykils.

Meðferð matvæla og sorps
Nemendur skulu henda sorpi í tunnur með viðeigandi merkingum á nemendagangi. Nauðsynlegt er að skola pappírs- og plastumbúðir áður en þeim er hent og er nemendum bent á að gera það í ræstingakompu á nemendagangi, gegnt skrifstofu ritara.

Netaðgangur nemenda
Aðgangur að þráðlausu neti skólans fæst hjá Örnu Ýr ritara.

Aðalgeir Sævar Óskarssonar er tölvuumsjónarmaður skólans og sér um að skrá nemendur inn í tölvukerfið. Aðalgeir er við á mánudögum kl. 10-11 og fimmtudögum kl. 10-11. Skrifstofa hans er á kennaragangi.

Halldór Jón Gíslason, aðstoðarskólameistari, halldor@fsh.is