Umsjónarkennarar

 

Meginmarkmið umsjónar með nemendum

Meginmarkmið umsjónarstarfs með nemendum er að tryggja sem best velferð þeirra í skólanum og koma í veg fyrir brotthvarf þeirra frá námi. Þetta verður best gert með því að fylgjast eins og kostur er með líðan nemenda, árangri þeirra og ástundun. Það er afar mikilvægt að nemendur finni að umsjónarkennari beri umhyggju fyrir þeim, vilji þeim vel og vænti árangurs af veru þeirra í skólanum. Með markvissu umsjónarstarfi er leitast við að veita nemendum aukið aðhald og stuðning og stuðla þannig að umhyggju og festu í skólastarfinu.

Hlutverk umsjónarkennara:

Í upphafi skólaárs felur skólameistari kennara að hafa umsjón með nemendahópi undir stjórn námsráðgjafa. Í þessari umsjón felst:

 1. að fylgjast með skólasókn og námsárangri hvers nemenda í umsjónarhópnum,
 2. að ræða persónulega við nemendur og kynna sér viðhorf þeirra og líðan,
 3. að koma ábendingum um námsvanda og önnur persónuleg vandamál á framfæri við námsráðgjafa og skólameistara eða staðgengil hans,
 4. að upplýsa foreldra ólögráða nemenda um málefni er tengjast skólagöngu barna þeirra,
 5. að vera nemendum til ráðuneytis um mál er tengjast skólavist þeirra,
 6. að aðstoða nemendur við námsval, skrá val í Innu og vinna með þeim námsáætlanir í samstarfi við námsráðgjafa og áfangastjóra,
 7. að leiðbeina nemendum um vinnubrögð í námi,
 8. að vera talsmaður nemenda sinna gagnvart skólastjórnendum,
 9. að miðla upplýsingum frá stjórnendum skóla til umsjónarnemenda sinna,
 10. að taka þátt í fundum með námsráðgjafa og áfangastjóra um umsjónarhópinn,
 11. að taka þátt í kynningarfundi fyrir foreldra nýnema (þeir umsjónarkennarar sem hafa umjón með nýnemum yngri en 18 ára).

Umsjónarkennarar skólaárið 2020-2021

 

Kennari

Tölvupóstfang
Auður Jónasdóttir

starfsbraut

audur@fsh.is

Smári Sigurðsson
opin stúdentsbraut

smari@fsh.is

Elín Rúna Backman
almenn braut

elin@fsh.is

Rakel Dögg Hafliðadóttir
félags- og hugvísindabraut
ótilgreind námsbraut
grunnskólanemar

rakel@fsh.is

Gunnar Baldursson
náttúruvísindabraut

gunnar@fsh.is

Halldór Jón Gíslason
útskriftarnemar

halldor@fsh.is