Skólafundur

Samkvæmt 9.gr. laga um framhaldsskóla skal halda skólafund a.m.k einu sinni á skólaári.

Við Framhaldsskólann á Húsavík er haldinn skólafundur einu sinni á ári. Þar koma að allir starfsmenn skólans og allir nemendur. Á skólafundinum er rætt um málefni er varða skólann og nemendur. Skólameistari boðar til fundar og leggur fram dagskrá en efni fundarins geta komið frá nemendum og/eða starfsmönnum.

01. 02. 2021