Innra og ytra mat

Innra mat

Skólinn framkvæmir formlegt sjálfsmat samkvæmt lögum nr. 80/1996 gr. 23 til að leggja grunn að sívirku umbótastarfi. Við sjálfsmatið er unnið með sjálfsmatslíkan fyrir framhaldsskóla, líkanið verður í reglulegri endurskoðun til að tryggja gæði og áreiðanleika þess. Áhersla er lögð á að stöðugt sé unnið að innra mati skólans og að allir starfsmenn komi að þeirri vinnu. Matinu er skipt upp í marga þætti og er unnið með einn eða fleiri þeirra á hverju ári. Utankomandi aðili gerir úttekt á sjálfsmatsaðferðum skólans á fimm ára fresti. Þau viðmið sem lögð verða til grundvallar sjálfsmatinu eru að það sé:

Formlegt. Lýsing á aðferðum við sjálfsmat á að liggja fyrir. Í lýsingunni á að koma fram hverjir vinna það á hverjum tíma og til hverra það nær.

Altækt. Matið á að ná til allra þátta skólastarfsins. Ekki er þó gert ráð fyrir að allir þættir séu metnir á hverju ári.

Áreiðanlegt. Mikilvægt er að matið byggi á traustum gögnum og áreiðanlegum mælingum.

Samstarfsmiðað. Upplýsingar um þátttöku í matinu, verkaskiptingu, stjórnun og ábyrgð eiga að liggja fyrir. Einnig hvernig staðið er að undirbúningi, kynningu og ákvarðanatöku.

Umbótamiðað. Í matsskýrslu þarf að koma fram hvernig staðið skal að umbótum í skólastarfinu í kjölfar sjálfsmats.

Árangursmiðað. Meta skal hvort markmiðum umbóta hefur verið náð. Viðmið um hvað bættur árangur felur í sér eiga að vera skilgreind.

Stofnana- og einstaklingsmiðað. Matið á að beinast bæði að skólanum sem heild og þeim sem þar starfa.

Lýsandi. Í matsskýrslu á að vera stutt lýsing á starfsemi skólans tengd markmiðssetningu.

Greinandi. Matsskýrslan á að fela í sér styrkleika- og veikleikagreiningu

Opinbert. Ljóst sé hverjir hafa aðgang að tilteknum þáttum matsins. Sjálfsmatsskýrslan á að vera opinber. Ákvæði gildandi laga um meðferð persónuupplýsinga séu höfð í heiðri.

Ytra mat

Skýrsla um ytra mat frá árinu 2014

Skýrsla um ytra mat frá árinu 2019