Námsfyrirkomulag

Fjarnám í FSH er að mestu leyti á netinu og eru áfangar settir upp á kennsluvefnum

Boðið er uppá alla áfanga á stúdentsbrautum í fjarnámi.

Ekki er sett hámark á einingafjölda sem hægt er að taka á hverri önn, en bent er á að í nýrri námskrá samsvarar hver eining 18-24 klst. vinnu yfir önn.

Mikilvægt að lesa allar leiðbeiningar vel, hafa tímasetningar í heiðri og leysa öll verkefni, sem fyrir eru lögð. Vakni spurningar, sem ekki eru svör við í námsumhverfinu (kennsluvefnum), er hægt að senda fyrirspurn til kennara og mun hann svara eigi síðar en annan virkan dag.

Athygli er vakin á því að fjarnemum er velkomið að sækja tíma ef og þegar þeir geta.

Nám og námsmat

  • Fjölbreyttir kennsluhættir
  • Einstaklingsmiðað nám
  • Nemendasjálfstæði í hávegum haft
  • Margvíslegt námsmat
  • Öflugt leiðsagnarmat