Tímabundin viðbót við skólareglur vegna COVID-19

Skólaráð samþykkti á fundi sínum 9. október, tímabundna viðbót við skólareglur Framhaldsskólans á Húsavík sem gilda á meðan sérstakar aðgerðir eru við lýði innan skólans vegna COVID-19.

Viðbótin hljóðar svo:

Skólameistara er heimilt að meina nemanda aðgang að skólahúsnæðinu hafi viðkomandi ekki farið að tilmælum og reglum um umgengni um húsnæði skólans, ekki virt fjarlægðarmörk eða brotið reglur um sóttvarnir á annan hátt í skólanum.