Reglur Framhaldsskólans á Húsavík vegna skólaferðalaga
- Skólaferðalög sem skipulögð eru á vegum Framhaldsskólans á Húsavík eru á ábyrgð skólameistara og undir umsjón skólameistara og þess/þeirra kennara sem veita hópnum fararstjórn.
- Fararstjóri skal upplýsa foreldra nemenda yngri en 18 ára sem í skólaferðalagið fara og kynna þær reglur og þau skilyrði sem nemendur verða að uppfylla í ferðinni með tölvupósti áður en til ferðarinnar kemur.
- Foreldrar barna yngri en 18 ára þurfa að gefa samþykki fyrir þátttöku barna sinna í ferðalögum á vegum skólans. Skólinn leitar samþykkis foreldra.
- Nemendur í ferðum í nafni skólans eru fulltrúar hans. Þeim ber að sýna fyrirmyndarhegðun og vera skólanum til sóma.
- Nemendur skulu hafa næði til svefns á þeim tíma sem fararstjóri/ar ákveður/ákveða.
- Reglur skólans gilda á ferðalögum. Nemendum ber að hlíta fyrirmælum fararstjóra.
- Meðferð áfengis, nikótíns og vímuefna í ferðum á vegum skólans er stranglega bönnuð.
- Fararstjóri getur sent nemendur heim á þeirra kostnað ef um alvarleg brot er að ræða. Í slíkum tilvikum er haft samband við foreldra sem sækja nemandann sé því við komið.
- Nemendur skulu greiða sinn hlut í kostnaði ferðarinnar, komi slíkt til, áður en lagt er af stað í hana.