Bókasafn

Bókasafn Framhaldsskólans á Húsavík er staðsett miðsvæðis í húsnæði skólans við hlið móttöku.
Safnið er opið á meðan kennsla stendur yfir í skólanum, frá mánudegi til föstudags.

Allir nemendur Framhaldsskólans á Húsavík hafa aðgang að bókasafni skólans, endurgjaldslaust. Safnið er búið bókum, tímaritum, myndefni og öðrum safnkosti sem tengist skólastarfi. Jafnframt er veittur aðgangur að rafrænum gögnum innan skóla og á netinu. Lesaðstaða, vinnuaðstaða og aðgangur að tölvum er í tengslum við safn. Skrifstofustjóri þjónustar safnið.