Fyrstu skrefin

Hægt er að sækja um fjarnám með því að skrá sig í fjarnám í gegnum INNU eða með því að senda tölvupóst á netfangið halldor@fsh.is eða hringja á skrifstofu skólans í s. 464-1344.

Þær upplýsingar sem þurfa að koma fram í tölvupóstinum eru:

  •    nafn
  •    kennitala
  •    virkt netfang
  •    heimasími
  •    farsími
  •    heimilisfang
  •    hvaða áfanga viðkomandi vill taka (eða hversu marga áfanga ef viðkomandi hefur ekki sérstaka áfanga í huga)

Einnig má þó skrá sig í Fjarnám í gegnum vefsíðu Menntagáttar.

Nemendur fá aðgangs- og lykilorð að Kennsluvefnum (Moodle) og netkerfi skólans send í pósti. Nemendur eru skráðir inn í áfanga á Kennsluvefnum (Moodle). Hafi eitthvað misfarist eru þeir beðnir um að hafa samband við skrifstofu skólans s:464-1344 eða fsh@fsh.is um leið og upp kemst um vandamál.

Allir fjarnemar fá netfang hjá skólanum sem notað er til að eiga samskipti við kennara á Teams og fleira.

Allir fjarnemar fá aðgang að Onedrive þar sem hægt er að geyma gögn og deila á milli nemenda og kennara. Onedrive gerir nemendum kleift að nálgast gögnin sín hvar og hvenær sem er.

Allir fjarnemar (sem og aðrir nemendur skólans) geta fengið ókeypis Office-pakka en hann inniheldur Teams, Word, Excel, PowerPoint, Skype for Business og margt fleira.