Húsnæði

Skólinn er til húsa að Stóragarði 10 Húsavík. Þar fer mest öll kennsla fram í 12 kennslustofum. Þar er einnig bókasafn, skrifstofa skólans og aðstaða stjórnenda, kennara og annars starfsfólks. Íþróttakennsla fer fram í íþróttahöllinni sem er næsta hús við skólann.
Í kennaraálmu er vinnuaðstaða kennara og starfsfólks skólans. Auk kennarastofu og skrifstofa stjórnenda eru þar vinnuherbergi með aðstöðu fyrir þrjá kennara í hverju. Skólinn leggur kennurum til fartölvur þeim að kostnaðarlausu.

Á skrifstofu skólans fer fram öll almenn afgreiðsla, þar starfar skólafulltrúi skólans. Skrifstofan er opin mánudaga-fimmtudaga kl. 8:15 til 15:00 og á föstudögum kl. 08:15-13:00.

Bókasafn skólans er opið á meðan kennsla stendur yfir í skólanum, frá mánudegi -föstudags.
Flestar bækur eru til útláns, en ýmsar handbækur eru aðeins lánaðar á lesstofu

Matstofa nemenda er í kjallara skólans, þar geta þeir snætt nestið sitt og þar selja þeir léttar veitingar í frímínútum og hádegishléi.

Setustofa nemenda er í kjallara skólans.

Þráðlaus nettenging er í húsum skólans og nemendum þannig gert kleift að nota fartölvur í námi.

Í stofu 12, í kjallara skólans, er laserskurðarvél í sameiginlegri eigu skólans og Þekkingarnets Þingeyinga. Einstaklingar geta óskað eftir að fá að leigja vélina og skal þá haft samand við skrifstofu skólans í s. 464-1344 (netfang fsh@fsh.is) eða Þekkingarnet Þingeyinga í s. 464-5100 (netfang: hac@hac.is).

Í stofu 11, í kjallara skólans, er kvikmyndastofa.