Öryggis- og vinnuverndarstefna Framhaldsskólans á Húsavík

Dagssetning: 16.10.2020

Samþykkt: Skólameistari

Öryggis-/Vinnuverndarstefna Framhaldsskólans á Húsavík

Framhaldsskólinn á Húsavík leggur áherslu á að tryggja heilbrigði, öryggi og góðan aðbúnað starfsmanna og nemenda. Á heimasíðu skólans má finna stefnur sem lúta að áætlunum og viðbrögðum við því sem ógnað getur heilbrigði, öryggi og aðbúnaði starfsmanna og nemenda.

Á heimasíðu Framhaldsskólans á Húsavík má meðal annars finna

  • Jafnréttisáætlun
  • Jafnréttisstefnu
  • Jafnlaunastefnu
  • Rýmingaráætlun
  • Heilsu- og forvarnarstefnu
  • Áfallaáætlun
  • Stefnu gegn ofbeldi, einelti og annarri ótilhlýðilegri háttsemi
  • Persónuverndarstefnu
  • Reglur um hegðun, umgengni og samskipti
  • Viðbragðáætlun Almannavarna
  • Áætlun vegna óveðurs og ófærðar
  • Covid-19
  • Öryggi í skólum
  • Heilbrigði á vinnustað – Vinnuverndarstefna KÍ

Starfsmenn hafa kosið sér öryggistrúnaðarmann og tveir öryggisverðir hafa verið útnefndir.

Áhersluþættir í öryggisstefnu Framhaldsskólans á Húsavík

Inniloft

Framhaldsskólinn á Húsavík fylgist reglulega með:

  • Að loftræsting sé hæfileg
  • Að loftræstikerfi sé hreinsað reglulega
  • Hita og rakastig hæfilegt
  • Að ekki sé gegnumtrekkur í byggingunni
  • Að ekki eigi sér stað ryksöfnun í byggingunni

Lýsing

Framhaldsskólinn á Húsavík fylgist reglulega með:

  • Að fjölda og staðsetningu ljósgjafa og lýsing sé hæfileg
  • Að ljósgjafar og gluggar sé reglulega þrifið
  • Að sér lýsing sé þar sem þörf er á

Hávaði

Framhaldsskólinn á Húsavík fylgist reglulega með:

  • Að hljómburður sé hæfilegur
  • Að ekki sé hávaði frá loftræstikerfi eða tækjabúnaði
  • Að ekki berist hávaði frá húsgögnum eða hurðum

Verkstöðvar – Álag á stoð- og hreyfikerfi

Framhaldsskólinn á Húsavík leggur áherslu á:

  • Að starfsmenn séu meðvitaðir um vinnustöðu sína og fái fræðslu um það
  • Að kennslugögn og búnaður sé innan seilingar
  • Að gólf og undirstaða sé þægileg og laus við hálku
  • Að vinnuaðstaða við að aðstoða nemendur í kennslu sé í lagi

Verkstöðvar – Tölvur

Framhaldsskólinn á Húsavík fylgist reglulega með:

  • Að tölvu- og netaðgangur sé í lagi
  • Að aðstoð vegna tölvu- og tæknimála sé aðgengileg
  • Að tölvuskjáir séu í réttri hæð
  • Að vinnuaðstaða við tölvu sé í lagi

Verkstöðvar – Húsgögn og tækjabúnaður

Framhaldsskólinn á Húsavík leggur áherslu á:

  • Að vinnu stólar séu stillanlegir og þægilegir til setu
  • Að skrifborð séu í réttri hæð og stillanleg
  • Að tafla sé í réttri hæð
  • Að tækjabúnaður til kennslu sé til staðar
  • Að tækjabúnað til kennslu sé í lagi

Vinnugögn við undirbúning kennslu og úrvinnslu

Framhaldsskólinn á Húsavík leggur áherslu á:

  • Að gott aðgengi sé að ljósritunarvélum, prenturum, skönnum og plöstunarvél
  • Að til staðar séu öll nauðsynleg vinnugögn
  • Að til staðar séu orðabækur og önnur kennslugögn bæði rafræn og á pappír

Álag

Framhaldsskólinn á Húsavík leggur áherslu á:

  • Að námshópar séu hæfilega stórir
  • Að tími sé til að sinna undirbúningi og úrvinnslu
  • Að tími sé til að sinna samskiptum við foreldra
  • Að tími sé til að sinna samskiptum við sérfræðinga
  • Að tími sé til að lesa og svara tölvupósti
  • Að vandamál sem upp koma vegna forfalla séu leyst

Félagslegur- og andlegur aðbúnaður

Framhaldsskólinn á Húsavík leggur áherslu á:

  • Að haldin séu reglulega starfsmannaviðtöl á hverju skóla ári
  • Að upplýsingaflæði sé viðunandi
  • Að stjórnendur sýni stuðning og hvatningu í starfi
  • Að starfsmenn séu hvattir til símenntunar og starfsþróunar
  • Að starfsmenn geti haft áhrif á innihald og skipulag og framkvæmd vinnunnar
  • Að samskipti milli starfmanna séu í lagi
  • Að samskipti á milli starfsmanna og stjórnenda séu í lagi
  • Að samskipti starfsmanna við nemendur og foreldra séu í lagi og stuðningur veittur ef þörf er á
  • Að starfsmönnum sé ekki mismunað vegna aldurs, þjóðernis, fötlunar, kynferðis eða annars
  • Að einelti, hótanir, áreitni eða ofbeldi líðist ekki

Starfsmannarými

Framhaldsskólinn á Húsavík leggur áherslu á:

  • Að snyrtingar og aðstaða þar séu í lagi
  • Að kaffi- og matstofa starfsmanna sé í lagi
  • Að fatahengi og læstar hirslur fyrir persónulega muni starfsfólks séu til staðar
  • Að hægt sé að læsa vinnugögn og próf inni
  • Að skólinn útvegi hlífðarfatnað samkvæmt kjarasamningi ef þörf krefur

Eftirfylgni

Framhaldsskólinn á Húsavík gerir könnun meðal starfsmanna í upphafi hverrar vorannar um framkvæmd og eftirfylgni í einstökum þáttum öryggisstefnu skólans.