Val í Innu

Skráðu þig inn í Innu með Íslykli eða rafrænum skilríkjum.

Til hægri birtist flipinn VAL.

Veldu rétta önn, t.d. 20202 - haustönn 2020.

Þá birtast allir áfangar annarinnar.

Smelltu á þann áfanga sem þú vilt velja.

Þá birtist áfanginn í glugga sem heitir aðalval.

Endurtaktu þetta fyrir hvern áfanga sem þú vilt velja.

Ef þú vilt hafa áfanga í varavali, dregurðu hann niður í glugga sem nefnist varaval.

Að lokum vistarðu valið með því að smella á appelsínugulan reit ofarlega til hægri. Þá ættu að koma upp skilaboð um að valið hafi verið vistað.

Þú getur skoðað námsferil þinn með því að smella á flipann námið efst á síðunni og valið námsferill-braut eða námsferill-annir. Ef þú velur námsferill-braut getur þú séð hvernig brautin þín er uppsett og hverju þú hefur lokið á henni. Ef þú velur námsferill-annir getur þú séð hvaða áfanga þú hefur klárað á hverri námsönn.