Viðvera í Innu

Til skoða viðveruskráningu í Innu er smellt á hnappinn "Viðvera" undir "Námið" í valröndinni til vinstri. Þá kemur upp mynd sem sýnir eftirfarandi:

1. Önn: Núverandi önn, t.d. 20202 (haustönn 2020)
2. Viðvera: Hér eru nokkrir dálkar, þeir helstu eru M fyrir mætingu og F fyrir fjarvist. Enn fremur má nefna A fyrir töfluárekstur og X ef tími féll niður.
3. Forföll: Hér eru frádráttarliðir fjarvista, svo sem V = veikindi og L = leyfi.
4. Fj. tíma: Sá tímafjöldi, em búið er að skrá viðveru á skv. lið 2.
5. Fjarvistastig: Inna reiknar fjarvistastig fyrir F (1 stig) og G (40 mínútna tímar, t.d. í íþróttum, 0,67 stig).
6. Mætingarhlutfall:
a) Raunmæting: Heildarviðvera nemandans án tillits til frádráttarliða. Þetta er reiknað sem hlutfall af skráðum tímum.
b) Staðan í dag: Hér er búið að taka tillit til frádráttarliða, þ.e. veikinda og leyfa en uppreiknuð mæting fyrir önnina er ekki sýnd.
c) Önn: Hér er búið að taka tillit til frádráttarliða, þ.e. veikinda og leyfa. Þetta er reiknað sem hlutfall af heildarfjöldatíma annarinnar og má heildartalan hér ekki fara niður fyrir 90%.