Húslestur 02.01.2023

1.tbl. 35.árg. mánudaginn 2. janúar 2023. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Halldór Jón Gíslason

Velkomin til starfa á nýju ári!

Húslestur hefur ýmsar upplýsingar að geyma. Lesið hann vandlega. Lesið einnig vel um brautalýsingar og áfanga á vef skólans. Þá er oft ýmsar upplýsingar og tilkynningar að finna á tilkynningatöflu við nemendainngang.

Skrifstofa skólans opnar kl. 8:10 miðvikudaginn 4. janúar

Vorönn hefst með örtímum miðvikudaginn 4. janúar 2023 klukkan 10:30, örtímatöflu má sjá í þessum Húslestri. Kennsla hefst svo samkvæmt stundatöflu, fimmtudaginn 5.janúar 2023.

Starfsbraut byrjar fimmtudaginn 5. janúar klukkan 08:10.

Athugið að skólagjöld þurfa að hafa verið greidd til þess að hægt sé að opna Innu. Varðandi dagskrá annarinnar má nefna að vörðuvika verður haldinn 30.janúar - 3.febrúar. Próf verða frá 8. til 19. maí og önninni lýkur með útskrift þann 20. maí.

Starfsfólk skólans
Skólameistari: Valgerður Gunnarsdóttir. Viðtalstímar eftir samkomulagi.
Aðstoðarskólameistari: Halldór Jón Gíslason. Viðtalstímar eftir samkomulagi mánudag-fimmtudags kl. 8:15-12:00.
Námsráðgjafi: Elín Pálmadóttir. Viðtalstímar verða auglýstir síðar.
Skólahjúkrunarfræðingur: Díana Jónsdóttir. Viðtalstímar á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 13-14.
Ritari og fjármálastjóri: Arna Ýr Arnarsdóttir. Ritari er við kl. 8-16 mánudaga til fimmtudaga, föstudagar frá 8-12.
Umsjónarmaður húsnæðis: Guðrún Reynisdóttir.
Umsjónarmaður tölvukerfis: Aðalgeir Sævar Sigurgeirsson. Almennur viðverutími á mánud. kl. 10-11 og fimmtud. kl. 10-11.

Kennarar á vorönn 2022
Ásta Svavarsdóttir Íslenska.
Björgvin Friðbjarnarson Líffræði og stærðfræði
Elín Pálmadóttir Félagsvísindi og íþróttir.
Eva Margrét Árnadóttir Efnafræði og umhverfis- og auðlindafræði
Rakel Dögg Hafliðadóttir Sálfræði, stærðfræði og næringarfræði.
Sigurður Narfi Rúnarsson Rafíþróttir, forritun og starfsbraut.
Smári Sigurðsson Enska; þýska
Valdimar Stefánsson Saga; landafræði.

Allir kennarar hafa viðtalstíma og verða þeir auglýstir síðar á töflu á nemendagangi.

Efnisyfirlit.

1. Umsjónakennarar og umsjónatímar
2. Inna og innuaðgangur
3. Húsnæði
4. Skólareglur
5. Töflubreytingar
6. Örtímatafla
7. Íþróttir
8. Kennsluvefur
9. Heilsunudd
10. Aðrar upplýsingar