Húslestur 28.11.2022

5.tbl. 34.árgangs mánudagurinn 28. nóvember 2022. Ritstj. og ábm. Halldór Jón Gíslason.

Efni:

1. Fjórða fjarvistartalning annarinnar. Talið verður á morgun, þriðjudag. Viðmið 90%. Þeir sem eru undir viðmiðinu fá sent bréf frá skólanum eða forráðamenn þeirra hafi þeir ekki náð 18 ára aldri.

Hér má sjá mætingarreglur FSH.

2. Vali fyrir vorönn 2023 er lokið. Þeim, sem hugsanlega gleymdu að velja er bent á að hafa samband við aðstoðarskólameistara.

3. Próftafla haustannar 2022 telst nú endanleg. Prófareglur FSH má sjá HÉR. Athugið að í Innu getur hver nemandi séð upplýsingar um þau lokapróf sem hann er sjálfur skráður í.

4. Frestur til að sækja um sérúrræði í prófum rann út 14. nóvember. Við bendum ykkur á að hafa samband við námsráðgjafa til að fá ráðgjöf vegna prófanna.

5. Innritun í dagskóla fyrir vorönn 2023 lýkur 30. nóvember. Þeir, sem hafa valið í Innu fyrir næstu önn þurfa ekki að innrita sig sérstaklega. Bendum á að hægt verður að sækja um í fjarnám til 13.janúar 2023.

6. Brautaskipti. Nemendur, sem vilja skipta um braut, t.d. af almennri braut yfir á stúdentsbrautir, þurfa að hafa samband við aðstoðarskólameistara sem allra fyrst.

7. Kennsla vorannar 2023 hefst miðvikudaginn 4. janúar. Fyrirkomulag verður tilkynnt nemendum síðar. Töflubreytingar verða auglýstar í fyrsta Húslestri næsta árs.