Kennsluvefur V23

Kennsluvefur Framhaldsskólans á Húsavík er að finna á slóðinni https://moodle.fsh.is/.

Á Kennsluvefinn setja kennarar inn efni sem tengist áföngum sem þeir kenna, s.s. námsáætlanir, glærur, myndbönd, verkefni og próf. Mikilvægt er að ALLIR nemendur tengist Kennsluvefnum og noti hann reglulega.

Nemendur eru settir inn í áfanga af skrifstofu skólans.

Til þess að tengjast Kennsluvefnum þarf að hafa aðgangs- og lykilorð. Nemendur nota notendanafn og lykilorð að office pakkanum til þess að skrá sig inná kennsluvefinn. Notendanafnið er netfangið þeirra og lykilorðið er nemendanúmerið. Ef nemendur gleyma aðgangs- eða lykilorðum sínum eru þeir beðnir um að snúa sér til Örnu ritara.

Hér má finna ýmsar leiðbeiningar vegna kennsluvefs.

Leiðbeiningar um uppsetningu tveggja þátta auðkenningar.

Leiðbeiningar fyrir nemendur í tveimur skólum.

Leiðbeiningar um endursetningu tveggja þátta auðkenningar.

Ef upp koma spurningar varðandi skráningu inn á Kennsluvefinn má leita til Örnu Ýr ritara.

Aðrar upplýsingar V23

Heilsunudd V23