Samstarf

Í Framhaldsskólanum á Húsavík er samstarf:

a. Við foreldra - jákvætt og virkt, þar sem frumkvæði er haft af hálfu skólans um að upplýsa og styðja foreldra í málum er varða nám barna þeirra. Foreldrar eru hvattir til þátttöku í stefnumótun og starfi skólans með hagsmuni barna þeirra að leiðarljósi.

b. Við nærsamfélagið – jákvætt, virkt og sýnilegt, þar sem byggt er á gagnkvæmum samstarfsvilja þar sem fara saman hagsmunir nærsamfélagsins og skólans.

c. Við grunnskólastigið - gagnvirkt, upplýsandi, jákvætt og markvisst, þar sem áhersla er lögð á að skilin á milli skólastiganna séu sem minnst.

d. Við aðra framhaldsskóla – faglegt, jákvætt, gagnvirkt og uppbyggjandi og til þess fallið að efla námsframboð skólans og vera upplýsandi um nýjungar og þróunarstarf á svið náms og kennslu.

e. Við háskólastigið/framhaldsnám – faglegt, jákvætt, gagnvirkt og upplýsandi þannig að nemendur komi sem best undirbúnir í framhaldsnám og skilin milli skólastiganna verði sem minnst.