Umhverfisáætlun

Umhverfisstefna FSH hefur það markmið að hvetja nemendur og starfsfólk til að sýna árvekni í umhverfismálum, og ganga vel um náttúru, híbýli og nánasta umhverfi.

Skólinn leggur áherslu á umræðu og fræðslu í umhverfismálum og leitast við flétta þessa þætti inn í daglegt skólastarf. Einnig leggur skólinn áherslu á að starfsumhverfi nemenda og starfsfólks myndi góðar aðstæður fyrir andlega og líkamlega vellíðan.

Leitast skal við að:

  • hámarka nýtingu á orkugjöfum, s.s. á rafmagni og notkun á heitu og köldu vatni
  • nýta sem best öll aðföng er snerta daglegan rekstur, s.s. pappír og aðra rekstrarvöru
  • haga innkaupum þannig að magni umbúða sé haldið í lágmarki og þær endurnýttar þar sem því verður við komið
  • velja viðurkenndar umhverfisvænar vörur til viðhalds og reksturs fremur en þær sem valda skaða á umhverfinu og kaupa tæki sem nýta vel orku
  • nota umhverfisvæn efni við ræstingu og halda efnamagni í lágmarki
  • endurnýta og endurvinna úrgang sem til fellur í rekstri eftir því sem kostur er og tryggja starfsfólki og nemendum greiðan aðgang að sorpílátum og aðstöðu til að flokka sorp til endurvinnslu
  • farga spilliefnum á viðeigandi hátt
  • halda notkun á einnota hlutum í lágmarki.

 

Sett inn 25.09.2023