Hollvinir FSH

Hollvinasamtök FSH voru stofnuð í maí árið 2002. Markmið samtakanna eru að auka tengsl FSH við fyrrum nemendur sína og aðra sem bera hag skólans fyrir brjósti, að styrkja og efla FSH eftir fremsta megni, fjárhagslega eða á annan hátt. Samtökin hafa styrkt skólann og starf hans á ýmsann hátt í gegnum árin. Þau hafa fært honum veglegar gjafir á hinum ýmsu tímamótum og haldið málþing tengd starfi skólans.

Stjórn Hollvinasamtaka FSH skipa

Aðalsteinn Jóhannes Halldórsson
Jóna Björk Gunnarsdóttir
Kolbrún Ada Gunnarsdóttir

Hollvinir FSH eru allir þeir sem greitt hafa árgjald félagsins 1.500 kr. Nú eru um 100 félagar í Hollvinasamtökum FSH.

Ef þú hefur áhuga á að gerast félagi í Hollvinum FSH sendu þá tölvupóst á hollvinir@fsh.is