Fara í efni

Húslestur 07.04.2021

4. tbl. 31. árgangur miðvikudaginn 7. apríl 2021. Ritstj. og ábm. Halldór Jón Gíslason

1. Þriðja fjarvistatalning annarinnar. Viðmiðið er 90 % mæting að teknu tilliti til veikinda og leyfa. Haft verður samband við þá nemendur sem eru undir í mætingu. Mætingarreglur FSH.

2. Vali fyrir haustönn 2021 lauk 15.mars síðastliðinn. Þeim sem hafa ekki valið, en vilja vera í námi á næstu önn, er bent á að hafa samband við aðstoðarskólameistara sem fyrst. Hér má sjá valframboð fyrir haustönn 2021.

3. Próftafla vorannar 2021 er enn í drögum. Ekki er hægt að segja með fullri vissu hvenær endanleg próftafla mun liggja fyrir, gert er ráð fyrir að það verði 15. apríl. Fram að 12.apríl er hægt að gera athugasemdir við próftöfluna hjá aðstoðarskólameistara. Prófareglur FSH má sjá HÉR. Athugið að í Innu getur hver nemandi séð upplýsingar þau lokapróf sem hann er sjálfur skráður í.

4. Nemendum, sem þjást af prófkvíða eða telja sig þurfa á sérúrræðum að halda við fyrirlögn prófa, er bent á að hafa samband við námsráðgjafa sem allra fyrst og alls ekki síðar en 16. apríl.

5. Umsókn um einingar fyrir félagsstörf. Hægt er að sækja um einingar fyrir félagsstörf skv. reglum um námsmat. Nemendum er bent á að kynna sér reglurnar vel! Sótt er um í tölvupósti til aðstoðarskólameistara. Umsóknarfrestur er til 16. apríl.

6. Innritun eldri nemenda, fæddra árið 2002 eða fyrr, fyrir haustönn 2021 hófs 5. apríl og lýkur 31. maí. Nemendur á vorönn 2021, sem hafa valið í Innu fyrir næstu önn, þurfa ekki að innrita sig sérstaklega.

7. Brautaskipti: Nemendur, sem vilja skipta um braut, t.d. af almennri braut yfir á stúdentsbraut, þurfa að hafa samband við aðstoðarskólameistara sem allra fyrst.

Getum við bætt efnið á síðunni?