Áhugasviðskannanir

Nemendum við FSH gefst kostur á að taka áhugasviðskönnun og hvetur námsráðgjafi nemendur eindregið til að nýta sér það. Þeir nemendur sem óska eftir að taka slíka könnun geta haft samband við námsráðgjafa. Könnunin er framkvæmd hjá Þekkinganeti Þingeyinga og er nemendum að kostnaðarlausu.

Þær kannanir sem í boði eru:

Í leit að starfi: Þetta er erlend áhugasviðskönnun sem hefur verið þýdd og staðfærð á íslensku. Hún er á pappírsformi og tekur um 30-40 mínútur að svara henni. Unnið er úr könnuninni hjá Þekkinganeti Þingeyinga

Bendill: Þetta er íslensk áhugasviðskönnun sem svarað er rafrænt hjá náms- og starfsráðgjafa. Það tekur um 30-40 mínútur að svara henni og niðurstöður koma strax fram. Unnið er síðan úr henni hjá Þekkinganeti Þingeyinga