Húslestur 31.01.2022

2. tbl. 33. árgangur mánudaginn 31 janúar 2022. Ritstj. og ábm. Halldór Jón Gíslason

Efni:

1. Fyrsta fjarvistatalning annarinnar. Viðmið er 90% mæting. Þeir sem eru undir viðmiðinu fá sent bréf frá skólanum eða forráðamenn þeirra hafi þeir ekki náð 18 ára aldri. Nemendur og forráðamenn þeirra eru beðnir um að hafa í huga að góð mæting helst í hendur við góðan námsárangur.
Mætingarreglur FSH

2. Val fyrir haustönn 2022 hefst í dag og lýkur 25. mars nk. Hægt er að skila athugasemdum við valframboð til aðstoðarskólameistara fram til 25. febrúar. Valvika verður vikuna 7. mars til 11. mars, þá munu umsjónarkennarar leiðbeina þeim sem þurfa aðstoð. Leiðbeiningar um val í Innu er að finna hér.
Ath. að þeir sem ekki skila vali í Innu verða ekki með í stundatöflugerð fyrir haustönn 2022. Þannig gildir valið sem umsókn um skólavist.
Hægt er að gera námsáætlun í Innu út námstíma nemenda. Umsjónarkennarar geta kallað á einstaka nemendur eða hóp nemenda í viðtalstíma vegna vals.

Athugið að val á heilsunuddbraut fer fram síðar. Nemendur verða látnir vita þegar það hefst.
Upplýsingar um námsbrautir skólans
Dæmi um námsframvindu á nýjum stúdentsbrautum
Undanfarareglur áfanga í nýju kerfi

Athugið vel að það að áfangi sé í boði þýðir ekki endilega að hann verði kenndur. Eftir því sem fleiri velja áfanga aukast líkurnar á að hann verði kenndur. Athugið einnig að upplýsingar um hvort fjarnám verður í boði í einstökum áföngum mun ekki liggja fyrir fyrr en vali lýkur þann 25. mars.

3. Frestur til að segja sig úr áföngum
Í kjölfar breyttra reglna um námsmat í framhaldsskólum hefur verið ákveðið að setja frest á skráningu nemenda úr áföngum. Fresturinn er til 16. mars. Ef nemandi hættir í áfanga eftir þann tíma verður það skráð sem fall í viðkomandi áfanga.

4. Brautaskipti: Nemendur sem vilja skipta um braut, t.d. af almennri braut yfir á stúdentsbraut, þurfa að hafa samband við aðstoðarskólameistara sem allra fyrst.