Stjórnun

Í Framhaldsskólanum á Húsavík er stefnt að því að stjórnun sé:

a. Lýðræðisleg, þar sem lögð er áhersla á þátttöku allra hagsmunaaðila skólans í stefnumótun og ákvarðanatöku, og virðing borin fyrir ólíkum viðhorfum þátttakenda.

b. Hvetjandi og styðjandi, þar sem áhersla er lögð á mikilvægi trausts og jákvæðra væntinga í öllum samskiptum.

c. Stefnumiðuð, þar sem skýr sameiginleg sýn á hlutverk og stefnu skólans er lögð til grundvallar starfinu.

d. Markviss, þar sem ábyrgð, verkaskipting, skipulag og verklag er skýrt og öllum ljóst.

e. Upplýsandi, þar sem gætt er að gagnsæi og virkri miðlun upplýsinga um alla þætti er varða starf skólans.

September 2014