Skólinn leitast við, með öllum tiltækum ráðum, að efla það viðhorf meðal nemenda að vímulaust líferni sé eftirsóknarvert markmið. Lögð er áhersla á að styðja frumkvæði nemenda sjálfra í baráttu gegn neyslu fíkniefna. Skólinn hefur frumkvæði að því að efna til samverustunda nemenda og kennara a.m.k. einu sinni á hverri önn þar sem vímuefnum er úthýst. Skólinn reynir að veita áhugasömum nemendum, sem vilja vinna að fíknivörnum meðal skólafélaga sinna á jafningjagrundvelli, svigrúm til þess í félagslífi og innan einstakra námsgreina eftir því sem við verður komið. Skólinn tekur ekki ábyrgð á neinni þeirri samkomu sem ekki er fyrirfram skýrt kveðið á um að eigi að vera vímulaus.
Um bann við reykingum, áfengi og öðrum vímuefnum í húsnæði og á lóð framhaldsskóla.
Markmið með forvörnum er að:
- Efla jákvæða lífssýn og sjálfsmynd nemenda.
- Fræða um skaðsemi reykinga, áfengis og annarra fíkniefna.
- Sameina krafta þeirra sem vinna gegn áhættuhegðun nemenda.
Félagsmála- og forvarnarfulltrúi skólans er Rakel Dögg Hafliðadóttir. Hægt er að senda honum póst á rakel@fsh.is eða hringja og semja um viðtalstíma.
Gagnlegir tenglar:
Heilsueflandi framhaldsskóli
Næring
Hreyfing
Geðrækt
Forvarnir gegn einelti
Forvarnir
Ástráður
Ungliðahópur Samtakanna '78
Doktor
Marita
Kynfræðsluvefurinn