Húslestur 30.12.2021

1.tbl. 33.árg. fimmtudaginn 30. desember 2021. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Halldór Jón Gíslason

Velkomin til starfa á nýju ári!

Húslestur hefur ýmsar upplýsingar að geyma. Lesið hann vandlega. Lesið einnig vel um brautalýsingar og áfanga á vef skólans. Þá er oft ýmsar upplýsingar og tilkynningar að finna á tilkynningatöflu við nemendainngang.

Skrifstofa skólans opnar kl. 8:10 þriðjudaginn 4. janúar

Vorönn hefst með örtímum þriðjudaginn 4. janúar 2022 klukkan 10:00, örtímatöflu má sjá í þessum Húslestri. Kennsla hefst svo samkvæmt stundatöflu, miðvikudaginn 5.janúar 2022.

Starfsbraut byrjar miðvikudaginn 5. janúar klukkan 08:10.

Það er mjög mikilvægt að nemendur hugi vel að persónulegum sóttvörnum og mæti ekki í skólann sýni þau einkenni covid 19.

Það er grímuskylda í skólanum.

Athugið að skólagjöld þurfa að hafa verið greidd til þess að hægt sé að opna Innu. Varðandi dagskrá annarinnar má nefna að vörðuvika verður haldinn 31.janúar-4.febrúar. Próf verða frá 9. til 20. maí og önninni lýkur með útskrift þann 21. maí.

Starfsfólk skólans
Skólameistari: Valgerður Gunnarsdóttir. Viðtalstímar eftir samkomulagi.
Aðstoðarskólameistari: Halldór Jón Gíslason. Viðtalstímar eftir samkomulagi mánudag-fimmtudags kl. 8:15-12:00.
Námsráðgjafi: Elín Pálmadóttir. Viðtalstímar verða auglýstir síðar.
Skólahjúkrunarfræðingur: Díana Jónsdóttir. Viðtalstímar á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 13-14.
Ritari og fjármálastjóri: Arna Ýr Arnarsdóttir. Ritari er við kl. 8-16 mánudaga til fimmtudaga, föstudagar frá 8-12.
Umsjónarmaður húsnæðis: Guðrún Reynisdóttir.
Umsjónarmaður tölvukerfis: Aðalgeir Sævar Sigurgeirsson. Almennur viðverutími á mánud. kl. 10-11 og fimmtud. kl. 10-11.

Kennarar á vorönn 2022

Auður Jónasdóttir Starfsbraut.
Ásta Svavarsdóttir Íslenska.
Björgvin Friðbjarnarson Líffræði og stærðfræði
Elín Pálmadóttir Félagsvísindi og íþróttir.
Gunnar Baldursson Eðlisfræði og efnafræði.
Halla Rún Tryggvadóttir Danska
Rakel Dögg Hafliðadóttir Sálfræði; Stærðfræði og næringarfræði.
Sigurður Narfi Rúnarsson Rafíþróttir og starfsbraut.
Smári Sigurðsson Enska; þýska
Valdimar Stefánsson Saga; heimspeki.

Allir kennarar hafa viðtalstíma og verða þeir auglýstir síðar á töflu á nemendagangi.

Efnisyfirlit.

1. Umsjónakennarar og umsjónatímar
2. Inna og innuaðgangur
3. Húsnæði
4. Skólareglur
5. Töflubreytingar
6. Örtímatafla
7. Íþróttir
8. Kennsluvefur
9. Heilsunudd
10. Aðrar upplýsingar