Heilsu- og forvarnarstefna

Heilsu og forvarnarstefna pdf.

Heilsu- og forvarnarstefna Framhaldsskólans á Húsavík

Framhaldsskólinn á Húsavík tekur þátt í verkefninu heilsueflandi framhaldsskóli. Heilsustefna skólans tekur m.a til geðræktar og unnið er eftir henni til að efla geðheilsu og líðan nemenda og starfsfólks. Skólinn vinnur markvisst að og leitast við að efla það viðhorf meðal nemenda að tileinka sér heilbrigðan lífsstíl. Lögð er áhersla á að styðja frumkvæði nemenda sjálfra. Skólinn reynir að veita áhugasömum nemendum, sem vilja vinna að heilbrigðu líferni og fíknivörnum meðal skólafélaga sinna á jafningjagrundvelli svigrúm til þess að í félagslífi og innan einstakra námsgreina eftir því sem því verður við komið. Skólinn tekur ekki ábyrgð á neinni þeirri samkomu sem ekki er fyrirfram skýrt kveðið á um að eigi að vera vímulaus.

Forvarnafulltrúi og heilsuteymi

Í stefnunni er gerð grein fyrir hlutverki forvarnafulltrúa og sett fram helstu markmið og aðgerðir skólans sem miða að heilbrigðu líferni og forvarnastarfi.

Innan skólans starfar heilsuteymi sem í eru ásamt forvarnafulltrúa fulltrúi frá nemendum, námsráðgjafi, skólahjúkrunarfræðingur, íþróttakennari, skólastjórnandi.

Helstu verkefni forvarnafulltrúa og heilsuteymis eru að:

 • endurskoða forvarnar- og heilsustefnu skólans
 • hafa eftirlit með að forvarnar- og heilsustefnu skólans sé fylgt eftir
 • vera til ráðgjafar við gerð aðgerðaáætlana, ef þess er óskað, um hvernig beri að stuðla að heilbrigðari lífsstíl og forvörnum
 • fylgjast með umræðu um forvarnir og heilsueflandi lífsstíl og vera í sambandi við aðra aðila sem vinna að sama markmiði
  • Landlæknisembættið
  • fræðslumiðstöð í fíknivörnum – FRÆ
  • forvarnarstarfi á vegum Menntamálaráðuneytisins
  • forvarnarstarfi á vegum Norðurþings
  • forvarnarumræðu á vegum samtaka skólastjórnenda
  • samstarfsverkefninu HOFF
  • SÁÁ. Samtök áhugafólks um áfengis – og vímuefnavanda
  • Lýðheilsustöð
  • Lögreglu
  • fl.
 • standa að fræðslu um heilbrigðan lífsstíl og forvarnir fyrir nemendur, starfsfólk og forráðamenn nemenda
 • miðla upplýsingum til foreldraráðs skólans
 • halda uppi umræðu og fræðslu um heilbrigðan lífsstíl og forvarnir og koma á framfæri hugmyndum til að efla þann þátt skólastarfsins.

Hlutverk forvarnarfulltrúa er að:

 • veita forvörnum og heilsuteymi forstöðu
 • vera boðberi forvarna og heilbrigðs lífsstíls innan skólans
 • miðla upplýsingum til nemenda og forráðamanna þeirra með því að vera með viðtalstíma og standa fyrir fræðslufundum
 • vinnur að stefnumörkun skólans í forvarnar- og heilsumálum
 • gerir forvarnar- og heilsueflandi áætlun fyrir starfstímabil skólans og er ábyrgur fyrir framkvæmd hennar
 • aðstoðar við samþættingu forvarna heilsueflandi lífsstíls við annað skólastarf þar á meðal kennslu, sérstaklega í lífsleikni
 • leitar leiða til að bæta ástandið sé þess þörf
 • hefur inngrip í mál nemenda þar sem íhlutunar er þörf og metur hvert tilfelli fyrir sig
 • gætir trúnaðar gagnvart skjólstæðingum sínum
 • sækir fundi forvarnarfulltrúa á landsvísu
 • situr í forvarnarteymi bæjarins
 • er tengiliður við Landlæknisembættið í verkefninu heilsueflandi framhaldsskóli

Helstu markmið og leiðir

Markmið FSH er að efla heilbrigðan lífsstíl og efla alhliða forvarnir. Í því felst að stuðla að heilbrigðum lífsháttum og traustri sjálfsmynd nemenda. Hvetja nemendur til að hreyfa sig og neyta hollrar fæðu og sneiða hjá reykingum, munntóbaksnotkun, áfengisneyslu og annarri vímuefnanotkun og styðja nemendur sem vilja losna úr ánauð vímuefna.

Leiðir skólans að þessum markmiðum felast einkum í starfi forvarnarfulltrúa, heilsuteymis og heilsunefndar, skýrum reglum og almennri fræðslu.

Almenn markmið:

Markmið

Ábyrgð

Aðgerð

Eftirfylgni/tími

Fræðsla fyrir
nemendur,
starfsmenn og
aðstandendur

Forvarnafulltrúi

Allir starfsmenn hljóti almenna fræðslu á sviði forvarna og heilsueflandi
lífshátta, fræðslu til að þekkja einkenni, sem nemendur í vanda bera
oft með sér, og viti hvert vísa á slíkum málum.

Stöðumat árlega

Heilbrigður lífsstíll og forvarnir
fléttast með
einum eða öðrum hætti inn í
allar
námsgreinar
skólans

Bókasafnsvörður

 

 

 

 

Forvarnarfulltrúi

Safnar skýrslum um samþættingu forvarnarefnis og annars námsefnis og
dreifir sýnishornum af slíku efni meðal kennara, sem og öðru því efni sem
hann kann á að rekast á, bókum, bæklingum eða öðru sem tengist
heilbrigðum lífsstíl á einn eða annan hátt.

Haldnir eru vinnufundir þar sem kennarar vinna úr hugmyndum og flétta
heilbrigðan lífsstíl og forvarnir inn í kennsluáætlanir sínar.

Stöðumat árlega

Sjá nemendum
fyrir viðfangsefnum sem styrkja
sjálfsmynd og sjálfsvirðingu

Námsráðgjafi

Ráðgjöf um námsval miði að heilbrigðu sjálfsmati. Nemandi taki það nám
sem hann hefur forsendur til að ráða við, kemur honum að gagni og er
honum ekki á móti skapi, þannig að hann finni að hann tilheyri skólanum
og geti náð árangri.

Leitað verði leiða til að þjálfa tilfinningalega færni, vitsmunalega færni og
hegðunarfærni nemenda, sérstaklega nemenda sem eru í áhættuhópi hvað
varðar brottfall.

Hvetja nemendur til að láta gott af sér leiða á einn eða annan hátt.

Styðja við hvers konar áhugamál einstaklinga sem stuðla að heilbrigðum
lífsstíl.

Fræðsla um aðra valkosti sem veita heilbrigða upplifun, s.s. íþróttir,
ferðamennska, listiðkun, verklega vinn og aðra vinnu sem stuðlar að aukinni
lífsgleði.

Stöðumat árlega.

Reyna að koma í veg fyrir eða seinka
vímuefnaneyslu eins og reykingum,
munntóbaksnotkun, áfengisdrykkju og
neyslu annarra fíkniefna.

Forvarnarfulltrúi

 

 

Skólameistari

 

Skólahjúkrunar-fræðingur

Fræðsla um skaðsemi vímuefna og leiðir til að leita sér aðstoðar.

 

Skýrar reglur um umgengni um ávana- og fíkniefni og viðurlög við brotum á
þeim.

Leiðir til að hætta hvers kyns neyslu.

Stöðumat árlega.

Standa fyrir viðburðum á vegum
skólans og í félagslífi nemenda sem
einkennast af heilbrigðum lífsháttum og efla lífgleði

Forvarna- og félagslífsfulltrúi

Félags- og skemmtanalíf án vímuefna verði eflt með ýmsum samkomum
sem skipulagðar eru af nefndum og ráðum í samvinnu við félagslífs- og
forvarnafulltrúa.

Nemendur verði hvattir og styrktir til þátttöku fjölbreyttu í félags- og
skemmtanalífi án vímuefna.

Stöðumat árlega.

Viðbragðsáætlun til að aðstoða
ungmenni sem eru í áhættuhópi

Forvarnafulltrúi

Skilgreina tilvísunaraðila innan og utan skólans þegar íhlutunar er þörf og
stofna til tengsla við þá, s.s. námsráðgjafa, skólahjúkrunarfræðing,
almenna heilsugæslu, sálgæslu og áfallahjálp, sálfræðing, meðferðaraðila
o.fl.

Stöðumat árlega.

 

Markmið sem styðja og styrkja sérstaklega verkefnið heilsueflandi framhaldsskóli:

Næring:

Stuðla að aukinni neyslu á hollum mat og auknum skilningi á mikilvægi þess að nemendur og starfsfólk tileinki sér hollar matarvenjur:

Forvarnafulltrúi

Boðið upp á fjölbreytt og hollt fæði eins og kostur er í
sjoppu skólans í samstarfi við þá aðila
sem sjá um sjoppuna.

Funda reglulega með þeim sem sjá um sjoppuna.

 

Skólinn

Tryggja að aðgengi að drykkjarvatni sé gott.

 

Skólinn

Veitingar sem boðið er upp á á fundum eða viðburðum á
vegum skólans taki mið af fjölbreytni og hollustu.

 

Skólinn

Regluleg fræðsla fyrir nemendur og starfsfólk um
innihaldslýsingar, skammtastærðir og ýmis
málefni sem snúa að næringu.

Næringarfræðingur fenginn inn með slíka fræðslu.

Á hverjum vetri til upprifjunar
og til að bæta við þá þekkingu sem fyrir er.

Hreyfing:

Hvetja til og standa fyrir uppákomum sem leiða til aukinnar hreyfingar meðal nemenda og starfsfólks og efla vitund um gildi hreyfingar fyrir andlega og líkamlega heilsu.

Skólinn

Íþróttakennari

Fjölbreytt íþróttakennsla sem hvetur nemendur til
heilbrigðari lífsstíls, þar sem bæði fer fram verkleg- og
bókleg kennsla.

 

Skólinn

Taka þátt í verkefnum eins og Lífshlaupinu og standa sjálf
fyrir álíka átökum eins og t.d. gengið í skólann o.fl.

 

Forvarnafulltrúi, heilsuteymi og
heilsunefnd nemenda

Uppákomur minnst mánaðarlega af ýmsum toga sem
skipulagðar eru af heilsunefnd og forvarnafulltrúa.

Minnst einu sinni í
mánuði á föstum tíma

Forvarnafulltrúi, íþróttakennari,
heilsuteymi og heilsunefnd

Bjóða upp á kynningar á möguleikum til hreyfingar í
samfélaginu

Minnst einu sinni á önn

Forvarnafulltrúi, íþróttakennari,
heilsuteymi og heilsunefnd

Auka samstarf við íþróttafélög á svæðinu

 

Geðrækt:

Hlúa að andlegri heilsu nemenda og starfsfólks og ýta undir að allir leggi sitt af mörkum til að efla góðan starfsanda í skólanum með einum eða öðrum hætti.

Forvarnafulltrúi og lífsleiknikennari

Vinna gegn fordómum með því að fræða, taka þátt í þar til
gerðum skipulögðum dögum o.s.frv.

Forvarnafulltrúi og heilsuteymi

Fræða nemendur og starfsfólk um gildi góðrar andlegrar heilsu og hvernig er hægt að stuðla að henni.

Forvarnafulltrúi

Fylgjast með forvarnarverkefnum sem unnin eru annars staðar
eins og t.d. á vegum Geðhjálpar

Skólinn, starfsfólk, nemendur

Taka vel á móti nýjum nemendum og starfsfólki og aðstoða það
við að komast inn í skólasamfélagið

Námsráðgjafi

Vinna markvisst gegn einelti og eineltisáætlun sé sýnileg
nemendum, foreldrum og starfsfólki.

Skólinn, starfsfólk, nemendur, nefndir og ráð

Standa fyrir skemmtilegum viðburðum og uppákomum sem hressa, bæta og kæta.

Forvarnaráætlun er sett fram í upphafi hvers skólaárs og er í sífelldu endurmati.

Forvarnateymi Norðurþings fundar mánaðarlega í stjórnsýsluhúsi. Í því eru forvarnafulltrúi FSH, deildarstjóri unglingastigs Borgarhólsskóla, fulltrúi frá lögreglunni, skólahjúkrunarfræðingur, forvarnafulltrúi Norðurþings, félagsmálastjóri, tómstunda- og æskulýðsfulltrúi.

Fundir forvarnafulltrúa í framhaldsskólum eru haldnir einu sinni á hvorri önn. Þeir eru haldnir víða um land og þar koma allir forvarnafulltrúa landsins saman og miðla upplýsingum og fá fræðslu af ýmsu tagi.