Skrifstofa

Opnunartími skrifstofu er sem hér segir:

Mánudaga til fimmtudaga: kl. 8:15-15:00.
Föstudaga: kl. 8:15-13:00

Á skrifstofu er eftirtalin þjónusta í boði:

Skrifstofan gefur út vottorð um skólavist nemenda t.d. vegna orlofs, atvinnuleysisbóta eða Tryggingastofnunar ríkisins.

Skrifstofan sér um að koma upplýsingum um forföll kennara á framfæri.

Námsferlar nemenda eru allir varðveittir á rafrænu formi í upplýsingakerfi skólans (INNU) og geta nemendur fengið staðfest afrit þessara gagna ef á þarf að halda t.d. við umsóknir í aðra skóla. Beiðnum um staðfest afrit skal beint til skrifstofu skólans.

Nemendur geta óskað eftir að fá prófskírteini/einkunnir þýddar yfir á erlend mál gegn greiðslu þýðingargjalds. Beiðnum um þýðingar skal beint til skrifstofu.

Upplýsingar um gjaldskrá má finna hér.