Námstækni

Nám í framhaldsskóla gerir oft aðrar kröfur til nemenda en nám í grunnskóla. Meiri kröfur eru gerðar um sjálfstæði nemenda og eigið vinnuframlag. Nemendur þurfa því oft að endurskoða námsvenjur sínar og námstækni. Námsráðgjafi kynnir námstækni fyrir nemendum með það að markmiði að þeir kynnist hugsun, viðhorfum, aðferðum og námsvenjum sem hafa reynst árangursríkar. Mikilvægt er að nemandi vilji sjálfur bæta eða breyta námsaðferðum sínum en slíkt hugarfar er nauðsynleg forsenda góðs árangurs í námstækni.

Helstu verkefni námsráðgjafa í námstækni eru:

  • Ráðgjöf um vinnubrögð og námsaðferðir er varða t.d. lestur, glósutækni, minni o.fl.
  • Leiðsögn í tímastjórnun.
  • Leiðsögn og fræðsla um prófundirbúning.
  • Leiðsögn og fræðsla um lífsstíl, venjur og hugafar sem stuðlað getur að bættri einbeitingu, úthaldi og tilfinningalegu jafnvægi.