Skólahjúkrunarfræðingur

Skólahjúkrunarfræðingur er til viðtals í skólanum tvo daga í viku, þriðjudaga og fimmtudaga kl. 08:30 - 10:30. Hjúkrunarfræðingur veitir nemendum ráðgjöf og handleiðslu í þeim málum er varða líkamlega og/eða andlega líðan þeirra. Þá tekur hjúkrunarfræðingur þátt í forvarnastarfi skólans og fræðir nemendur um hollustuhætti og heilbrigðan lífsstíl.

Netfang hjúkrunarfræðings er diana@fsh.is