hreyfing og heilsurækt
	
		
			Einingafjöldi: 1
							Þrep: 1
									Forkröfur: ÍÞRÓ1GL03(21)					
	
		Meginviðfangsefni áfangans er alhliða og fjölbreytt líkamsrækt.  Áhersla er lögð á góða hreyfingu þar sem unnið er með kraft- og þolæfingar.  Áfanginn inniheldur mismunandi þætti, s.s. knattleiki, hlaup, þrekþjálfun og sund.  Efnisatriði áfangans eru:  heilsurækt, upphitun, púls, þolþjálfun, þjálfunaraðferðir, kraftþjálfun, teygjuaðferðir, slökun, öndun og líkamsstaða.	
			
			Þekkingarviðmið
			
									- fjölbreyttri líkams- og heilsurækt í formi ýmissa leikja og íþrótta
- aðferðum til líkamsræktar í fjölbreyttu umhverfi
- mikilvægi slökunar, öndunar og líkamsstöðu
- heppilegri uppbyggingu hreyfingarlotu (tímaseðlagerð/æfingaráætlun).
 
	
			
			Leikniviðmið
			
									- leysa af hendi fjölbreytt verkefni sem snúa að þjálfun þreks, þols og liðleika
- meta eigið líkamsástand með mismunandi aðferðum
- útbúa æfingaáætlun sem miðast við að auka þol og þrek
- nota góða vinnutækni og vinnustellingar.
 
	
			
			Hæfnisviðmið
			
											- efla á markvissan hátt þol sitt, styrk og liðleika
- útfæra fjölbreytta upphitun fyrir líkams- og heilsurækt
- framkvæma eigin þjálfunaráætlun sem miðar að því að auka þol og þrek
- nýta sér upplýsingatækni við alhliða líkams- og heilsurækt og mat á eigin heilsu
 
	
	Nánari upplýsingar á námskrá.is