EFNA2AE05(21) - Almenn efnafræði - efnismagn og efnahvörf

almenn efnafræði

Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Forkröfur: EFEÐ1EE05(11)
Í áfanganum er fjallað um atómið í framhaldi af EFEÐ1EE05(11). Áhersla er lögð á notkun lotukerfisins til að finna öreindafjölda atóma, rafeindaskipan og til að spá fyrir um gerðir efnatengja milli efnapara. Lagður er grunnur að skilningi á mólhugtakinu og notkun þess í tengslum við efnajöfnur. Fjallað er um leysni og leysnihugtakið og styrkur lausna fundinn á mismunandi hátt. Þrír meginflokkar efnahvarfa eru kynntir í áfanganum. Lögð er áhersla á að tengja námsefnið reynsluheimi nemenda. Nemendur skulu kynnast viðfangsefninu á sem fjölbreyttastan hátt, s.s. með sjálfstæðri verkefnavinnu, hópvinnu, notkun upplýsingatækni og verklegum æfingum.

Þekkingarviðmið

  • helstu gerðum veikra og sterkra efnatengja
  • mólhugtakinu og notkun þess í tengslum við efnajöfnur
  • hugtökunum oxun og afoxun og tengslum þeirra við rafeindaflutning
  • hugtökunum sýru og basa og tengslum þeirra við róteindaflutning.

Leikniviðmið

  • lesa úr formúlum efnasambanda og gefa einföldum efnasamböndum efnafræðiheiti
  • stilla efnajöfnur
  • nota spennuröð málma
  • nota pH-gildi til að skera úr um hvort efni eru súr eða basísk
  • reikna út og búa til lausn með ákveðnum mólstyrk.

Hæfnisviðmið

  • segja til um fjölda öreinda atóms og efnafræðilega eiginleika þess út frá lotukerfi
  • lýsa efnajöfnum með orðum.
Nánari upplýsingar á námskrá.is