ENSK2BL05(11) - Bókmenntir, lesskilningur og ritun

bókmenntir, lesskilningur, ritun

Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Forkröfur: Grunnskólapróf með hæfnieinkunninni B að lágmarki eða enskuáfangi á fyrsta hæfniþrepi.
Í áfanganum er áhersla lögð á að nemendur verði vel læsir á flóknari texta en áður. Þeir eru þjálfaðir í að tileinka sér grunnorðaforða vísinda og fræða, að tjá hugsun sína skýrt í ræðu og riti og rökstyðja skoðanir sínar. Áhersla er lögð á vandlegan lestur texta með það fyrir augum að byggja upp virkan og hagnýtan orðaforða. Nemendur vinna í auknum mæli sjálfstætt að stærri ritunarverkefnum og viðameiri verkefnum svo sem kynningum á þematengdu efni sem fela í sér öflun upplýsinga á bókasafni og af veraldarvef. Unnið er markvisst að því að efla sjálfstæði nemenda í námi.

Þekkingarviðmið

 • helstu menningarsvæðum þar sem enska er notuð sem móðurmál eða fyrsta mál
 • grundvallaratriðum í ritgerðarvinnu og almennri uppsetningu texta
 • mismunandi afstöðu og túlkun bókmenntaverka og dýpri merkingu texta
 • grundvallaratriðum í enskri málfræði, s.s. þolmynd, germynd, flóknari tíðum sagna, forsetningum, beinni og óbeinni ræðu, tilvísunar- og skilyrðissetningum.

Leikniviðmið

 • lesa fjölbreyttar gerðir texta og beita mismunandi lestraraðferðum, þ.e. nákvæmnislestri, yfirlitslestri, hraðlestri og leitarlestri og átta sig á hvaða lestraraðferð er viðeigandi hverju sinni
 • tjá sig munnlega skýrt og hnökralaust um málefni sem hann hefur kynnt sér
 • tjá sig skriflega bæði á formlegan og óformlegan hátt
 • hlusta á margvíslegt raunefni og draga úr því upplýsingar
 • beita hjálpartækjum sem standa til boða til að bæta árangur í námi, s.s. orðabókum, leiðréttingarforritum, hljóðbókum o.s.frv.

Hæfnisviðmið

 • taka þátt í skoðanaskiptum, færa rök fyrir máli sínu og svara mótbárum og gagnrökum á viðeigandi hátt
 • skrifa formlegan og óformlegan texta og beita rithefðum sem við eiga í textasmíð
 • nýta nýjan orðaforða í ræðu og riti
 • draga út upplýsingar úr ensku talmáli á raunhraða
Nánari upplýsingar á námskrá.is