STÆR2JV05(11) - Annars stigs jöfnur, hnitakerfið, algebrubrot og vísisföll

2. stigs jöfnur, hnitakerfið og algebrubrot, vísiföll

Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Forkröfur: Grunnskólapróf með hæfnieinkunnina B að lágmarki eða stærðfræðiáfangi á hæfniþrepi 1.
Í áfanganum er lagður grundvöllur að skilningi á rauntalnakerfinu og fallhugtakinu ásamt góðri færni í algebru. Fjallað er um algebrubrot, annars stigs jöfnur, vísisföll, logra, föll og hnitakerfi og jöfnur og hnitakerfi.

Þekkingarviðmið

 • hornaföllum í rétthyrndum þríhyrningi
 • jöfnu beinnar línu
 • gröfum falla
 • annars stigs jöfnum og lausnum á þeim
 • veldisjöfnum og lausnum á þeim
 • logrum
 • deilingu margliða.

Leikniviðmið

 • reikna horn og hliðar í rétthyrndum þríhyrningum með hjálp hornafalla
 • stytta og leggja saman algebrubrot
 • beita veldareikningi og logrum
 • nota logra við lausn á vísisjöfnum
 • teikna gröf falla og lesa úr þeim
 • leysa annars stigs jöfnur og veldisjöfnur.

Hæfnisviðmið

 • skrá lausnir sínar og vinna á skipulegan hátt
 • útskýra hugmyndir sínar og verk
 • fylgja fyrirmælum sem gefin eru
 • lesa úr stærðfræðilegum upplýsingum
 • beita skipulegum aðferðum við lausn verkefna sem tengjast námsefninu
Nánari upplýsingar á námskrá.is