LÍFS1HN05(11) - Heilbrigði, forvarnir, nám og skóli

Heilbrigði, forvarnir, nám, skóli

Einingafjöldi: 5
Þrep: 1
Forkröfur: Engar
Markmið áfangans er að efla færni nemenda til að takast á við lífið sem ábyrgir og heilbrigðir einstaklingar. Nemendur fá aðstoð við að glöggva sig á námsleiðum skólans og kröfum hugsanlegra viðtökuskóla eða atvinnulífs. Fjallað er um skipulag og æskileg vinnubrögð í námi. Unnið er með verkefnið „Heilsumarkmiðin mín“ þar sem nemendur setja sér raunhæf og mælanleg markmið (SMART-markmið) varðandi hreyfingu, mataræði, svefnvenjur og andlega líðan. Jafnframt er fjallað um kynhegðun, ávanabindandi efni, fjármálalæsi, neytendamál, lýðræði og mannréttindi. Áhersla er lögð á sjálfstæð og öguð vinnubrögð nemenda. Lagt er upp úr því að styrkja samkennd nemenda og að efla tjáningarhæfni þeirra og sjálfstraust.

Þekkingarviðmið

 • námskröfum skólans og skólaumhverfinu
 • námsmöguleikum og skólakerfinu
 • árangursríkum námsaðferðum og mikilvægi markmiðssetningar
 • atvinnulífi og möguleikum til framtíðarstarfs
 • leiðum til að efla sjálfsmyndina
 • lýðheilsu og mikilvægi heilbrigðs lífstíls
 • forvörnum varðandi ávanabindandi efni
 • SMART-markmiðssetningu
 • helstu fjármálahugtökum
 • lýðræði og borgaravitund
 • jafnrétti
 • réttindum og ábyrgð neytenda.

Leikniviðmið

 • leita upplýsinga um námsmöguleika og skólakerfið
 • afla sér upplýsinga um atvinnulífið og starfsmöguleika í framtíðinni
 • beita árangursríkum námsaðferðum og setja sér raunhæf markmið
 • beita aðferðum sem bæta sjálfsmynd einstaklings
 • gera áætlun um fjármál og meta upplýsingar um fjármál
 • afla sér upplýsinga um lýðheilsu og tileinka sér heilbrigðan lífstíl
 • fjalla um lýðræði og jafnréttismál
 • fjalla um rétt neytenda út frá lögum, siðferði og auglýsingum.

Hæfnisviðmið

 • beita skipulögðum vinnubrögð í námi
 • tileinka sér heilbrigðan lífsstíl varðandi hreyfingu, mataræði, svefnvenjur, andlega líðan og kynhegðun
 • takast á hendur skuldbindingar og sýna ábyrgð í fjármálum
 • rækta með sér samkennd, samhygð og virðingu fyrir skoðunum og lífsgildum annarra til að geta átt auðug og fordómalaus samskipti við aðra
 • sýna frumkvæði í að rækta sköpunargáfu sína og aðlögunarhæfni í verkefnum innan og utan skóla en það felur m.a. í sér að nemandi sýni fram á gagnrýna hugsun, kjark til að leysa mál og frumkvæði til framkvæmda
 • gera raunhæfar áætlanir um námsleiðir er honum standa til boða í framhaldsskóla með hliðsjón af áframhaldandi námi eða þátttöku í atvinnulífi
 • axla ábyrgð á eigin lífi, sem m.a. felur í sér að taka ábyrga afstöðu til fíkniefna og lyfja
 • beita lýðræðislegum vinnubrögðum í samvinnu við aðra
 • fjalla um ýmis dægurmál sem efst eru á baugi hverju sinni í næsta umhverfi eða á opinberum vettvangi
Nánari upplýsingar á námskrá.is