Dillidagar 2024

Í dag hófust Dillidagar í Framhaldsskólanum á Húsavík og standa yfir alla vikuna (4.-8.mars)

Dillidagar eru hefð við FSH og hafa það að markmiði að hafa gaman saman, hrista saman nemendur, efla hópinn og taka hlé frá hefðbundinni stundatöflu. Þessir dagar eru skipulagðir af Nemendaráði FSH, og hefst dagskráin á mismunandi tímum yfir vikuna og er deginum að ljúka kringum kl. 14:00.

Hér má sjá skólablað Dillidaga 2024