Vetrarleikar FSH – hópefli og gamanheit

Vetrarleikar FSH voru haldnir í íþróttahöllinni fyrsta mánudag í nóvember þar sem nemendur komu saman og öttu kappi í ýmsum þrautum og leikjum sem Nemendaráð skólans skipulagði. Keppt var m.a. í kubbasmíði, blöðrublaki, hjólböruleikni, stórfroskahoppi og gryfjubolta. Keppnin snérist fyrst og fremst um gleði, samvinnu og skólauppábrot, en að sjálfsögðu var keppnisskapið ekki langt undan.

Nemendur og starfsfólk skemmtu sér virkilega vel og að sjálfsögðu var boðið upp á léttar og hollar veitingar, bæði vott og þurrt í umsjá Heilsuráðs skólans. Nettó á Húsavík styrkti leikana með svalandi kolsýrðu vatni og próteinkökum, og brakandi ferskt grænmetið var í boði Hveravalla. Framhaldskólinn þakkar báðum þessum fyrirtækjum innilega fyrir höfðinglega gjöf sem kom sér vel