Verðlaunin komin í hús

Eins og við sögðum frá um daginn hlutu nemendur Framhaldsskólans á Húsavík verðlaun sem mannréttindaskóli ársins frá Amnesty International vegna herferðarinnar ÞITT NAFN BJARGAR LÍFI. Nemendur skólans söfnuðu flestum undirskriftum miðað við nemendafjölda.

Nemendafélagið var með pizzaveislu í hádeginu.

Hér til hliðar má sjá nemendaráð FSH ásamt Rakel Dögg Hafliðadóttur kennara sem leiddi verkefnið innan skólans með verðlaunin.