Nú er sumarleyfið senn á enda og skólinn að hefjast á ný.
Skólasetning verður miðvikudaginn 20. ágúst kl 10:00 og í beinu framhaldi verða örtímar.
Í örtímum er farið yfir starf annarinnar og ýmsar upplýsingar sem eru nauðsynlegar í upphafi skólastarfsins.
Kennsla hefst samkvæmt stundarskrá kl: 8:10, fimmtudaginn 21. ágúst.
TÖLVUR!
Róbert, tölvuumsjónarmaður okkar, verður við frá kl 10:00 miðvikudaginn 20. ágúst að hjálpa öllum nemendum með uppsetningu forrita.
Það er mjög mikilvægt fyrir alla nemendur að nota þá þjónustu.
Við hlökkum til að sjá ykkur öll kl. 10:00 miðvikudaginn 20. ágúst.