Upphaf haustannar 2020

Kæru nemendur og forráðamenn.
Vegna Covid-19 mun skólastarf ekki fara af stað með eðlilegum hætti í Framhaldsskólanum á Húsavík nú á haustönn 2020.
Ekki verður formleg skólasetning eða örtímar og kennsla mun ekki hefjast 19. ágúst líkt og skóladagatal gefur til kynna.
Allar líkur eru á að formlegt skólahald hefjist 24. ágúst en nánari upplýsingar liggja fyrir í lok næstu viku.
Tölvupóstur verður sendur til allra fyrir lok næstu viku með nánari upplýsingum um kennslu á haustönn.