Stofnun Farsældarráðs Norðurlands eystra

Farsældarráð Norðurlands eystra var formlega stofnað í gær, 30 október.

Farsældarráðið er vettvangur sameiginlegrar stefnumótunar og samráðs í samræmi við lög nr. 86/2021 um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna.

Fjölmargar stofnanir koma að ráðinu, þar á meðal FSH.

„Með stofnun ráðsins sjáum við áþreifanlegan árangur farsældarlaganna og þá samstöðu sem myndast hefur meðal hinna fjölmörgu aðila sem vinna að farsæld barna í landshlutanum.“ Sagði Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, í ræðu við tilefnið.