Söngkeppni Framhaldsskólanna haldin á Húsavík

Hjördís Óskarsdóttir keppti fyrir hönd Framhaldsskólans á Húsavík.
Hjördís Óskarsdóttir keppti fyrir hönd Framhaldsskólans á Húsavík.

Sunnudaginn 3. apríl var Söngkeppni Framhaldsskólanna haldin með pompi og prakt í PCC höllinni á Húsavík.

Alls fluttu 23 skólar atriði á stóra sviðinu og var sýnt frá keppninni í beinni útsendingu á Rúv. Atriðin voru hvert öðru glæsilegra og að lokum sigraði Emilía Hugrún ásamt skólahljómsveit fyrir hönd FSu. Rakel Björgvinsdóttir úr Menntaskólanum í tónlist hafnaði í öðru sæti og Þorsteinn úr Fjölbrautaskóla Suðurnesja í því þriðja.

Hjördís Óskarsdóttir keppti fyrir hönd FSH og flutti Beyoncé slagarann Running. Hjördís stóð sig frábærlega og var skólanum til mikils sóma. Við erum mjög stolt af þátttöku hennar og vonumst til þess að Söngkeppni Framhaldsskólanna verði aftur haldin á Húsavík.

Örlygur Hnefill Örlygsson á mikinn heiður skilið fyrir sinn þátt í því að fá keppnina til Húsavíkur og skemmtilegt var að sjá hve margir heimamenn gátu nýtt sína hæfileika við sitt áhugasvið við þetta verkefni. Keppnin var frábær og umgjörðin hin allra besta til þess að gefa þessu stórkostlega unga fólki tækifæri til þess að sýna hæfileika sína.

Ljósmyndir sem fylgja fréttinni voru teknar af Hilmari Friðjónssyni


Emilía Hugrún með verðlaunagripinn.


Rakel Björgvinsdóttir fyrir hönd Menntaskólans í Tónlist var í öðru sæti.


Þorsteinn fyrir hönd Fjölbrautarskóla Suðurnesja hafnaði í þriðja sæti.